- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Agalegur skellur fyrir okkur“

Birna Berg Haraldsdóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og leikmenn ÍBV. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Alvarleg meiðsli Britney eru agalegur skellur fyrir okkur og hana,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari bikarmeistara ÍBV í samtali við handbolta.is en eins og kom fram á mánudaginn þá sleit Britney Cots vinstri hásin þegar átta mínútur voru til leiksloka í síðari viðureign Colegio de Gaia og ÍBV í Evrópubikarkeppninni í handknattleik á sunnudaginn. Hún verður a.m.k. hálft ár frá keppni. Britney kom til ÍBV í sumar frá Stjörnunni.


„Koma Britney til okkar í sumar var hugsuð til þess að auka á breiddina í leikmannahópnum, jafnt í vörn sem sókn. Fjarvera hennar eykur álagið á aðrar. Við munum mæta því enda ekkert annað að gera í stöðunni,“ sagði Sigurður og bætti við.

„Meiðslin eru mjög vond fyrir alla og verst fyrir Britney sjálfa. En það þýðir ekkert annað fyrir okkur hin en að bíta í skjaldarrendur. Við sjáum til hvað setur.“

Auk meiðsla Britney er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir úr leik vegna meiðsla.

Erum á útkikki

Sigurður sagði að hann og aðrir í kringum kvennaliði ÍBV horfi þessar dagana í kringum sig eftir liðsauka til þess að fylla skarðið sem Britney skilur eftir sig. Það sé hinsvegar hægara sagt en gert að fá leikmann til félagsins, ekki síst eftir að keppnistímabilið er hafið.

„Við verðum á útkikki næstu daga og sjáum til hvort eitthvað hleypur á snærið,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV.

ÍBV sækir ÍR heim í Skógarsel í 5. umferð Olísdeildar kvenna annað kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -