- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí er mættur til Gautaborgar

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg hefur verið kallaðurinn í íslenska landsliðið sem fer til Grikklands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson er kominn til móts við íslenska landsliðið í handknattleik í Gautaborg og tekur þátt í æfingu þess í Scandinavium í dag. Það kemur fram í tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í hádeginu.


Þar með verða þrír markverðir í landsliðshópnum. Ágúst Elí er þrautreyndur markvörður sem hefur verið með á nær öllum stórmótum landsliðsins frá EM 2018. Hann leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg um þessar mundir og á að baki 47 A-landsleiki.


Ágúst Elí var í 19 manna hópnum sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi til æfinga fyrir mótið. Þegar hópurinn var tilkynntur á Þorláksmessu sagði Guðmundur að Ágúst Elí yrði í viðbragsstöðu meðan HM færi fram, tilbúinn að koma frá vestur Jótlandi og yfir til Svíþjóðar ef þörf krefði.

Uppfært: Sagt er frá því á vísir.is að Björgvin Páll Gústavsson sé slæmur í bakinu. Af þeirri ástæðu hafi landsliðsþjálfaranum þótt rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig með því að kalla Ágúst Elí inn í hópinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -