- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí og samherjar unnu Íslendingatríóið og félaga

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, var í sigurliði Kolding í kvöld þegar það sótti Ribe-Esbjerg heim en með síðarnefnda liðinu leika þrír Íslendingar, lokatölur, 31:30. Kolding lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik. Að honum loknum var Kolding sex mörkum yfir, 19:13.

Ágúst Elí var ekki lengi í marki Kolding í kvöld. Hann varði tvö skot.
Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson tvö og Daníel Þór Ingason eitt.

Kolding er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar en mjótt er á milli liðanna um miðja deild. Ribe-Esbjerg er sem fyrr í þriðja neðsta sæti.

Fredericia vann Århus, 36:35, í hinni viðureign kvöldsins í 15. umferð.

Mörk Ribe Esbjerg: Mathias Jørgensen 6, Miha Zvizej 6, Nicolai Nygaard 5, Rúnar Kárason 4, Simon Birkefeldt 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Kasper Kvist 2, Søren Rasmussen 1, Daníel Þór Ingason 1.

Mörk KIF Kolding: Peter Balling 10, Andreas Flodman 8, Benjamin Pedersen 8, Chris Jørgensen 2, Andreas Væver 1, Vetle Rønningen 1, Alexander Morsten 1.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 23(14), GOG 22(12), Holstebro 20(14), Bjerringbro/Silkeborg 19(14), Skjern 17(15), SönderjyskE 15(14), Kolding 15(15), Fredericia 14(14), Skanderborg 14(15), Mors Thy 13(14), Århus 12(15), Ribe-Esbjerg 9(15), Ringsted 3(13), Lemvig 2(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -