- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst og Elvar fyrstir til að vinna stórliðið í Danmörku

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður landsliðsins og Rieb-Esbjerg í Danmörku. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ribe-Esbjerg með Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs varð í dag fyrsta liðið á keppnistímabilinu til þess að vinna stjörnum prýtt lið Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa verið sex mörk undir í hálfleik, 18:12, þá rann hamur á heimamenn í síðari hálfleik. Þeir sneru taflinu við og unnu, 34:33. Ágúst Elí varði skot frá Buster Juul leikmanni Aalborg á síðustu sekúndum og kom þar með í veg fyrir jöfnunarmark Álaborgarliðsins.


Aalborg hafði unnið fyrstu 15 leiki sína í deildinni þegar liðið mætti í Blue Water Dokken í Esbjerg í dag.

Elvar skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar. Ágúst Elí stóð í marki Ribe-Esbjerg nærri því allan leikinn og varði 12 skot, 32%.+

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ribe-Esbjerg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Fyrrgreindur Juul skoraði fimm mörk fyrir Aalborg eins og Lukas Nilsson. Niklas Landin markvörður náði sér ekki á strik og sömu sögu er að segja um Mikkel Hansen sem hafði sig lítt í frammi.
Ribe-Esbjerg er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig eftir þennan glæsilega sigur.

Vatn á myllu Fredericia

Sigur Ribe-Esbjerg er vatn á myllu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og liðsmanna Fredericia HK sem eru í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Aalborg. Fredericia HK vann Skjern á útivelli í dag, 30:26.

Einari Þorsteini Ólafssyni landsliðsmanni og leikmanni Fredericia HK var tvisvar sinnum vikið af leikvelli en hann fór mikinn í vörninni. Sebastian Frandsen markvörður Fredericia HK varði afar vel í leiknum eins og í flestum leikjum liðsins í vetur.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -