- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst og Elvar lögðu lærisveina Guðmundar

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Ribe-Esbjerg á liði Fredericia HK í t.hansen íþróttahöllinni í Fredericia í kvöld, 33:30, í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia sem er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar eftir leikinn með fimm stig.


Sigurinn er afar athyglisverður, ekki síst í ljósi þess að Fredericia er öflugt á heimavelli og tapaði t.d. aðeins einum leik á heimavelli á síðasta tímabili.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð lengst af leiksins í marki Ribe-Esbjerg og varði 10 skot, 33%. Hann skoraði einnig eitt mark. Elvar skoraði ekki mark en átti tvær stoðsendingar auk þess að vera afar öflugur í vörninni.

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ribe-Esbjerg er í fjórða sæti með sex stig eftir fimm leiki eins og Bjerringbro/Silkeborg og Skanderborg AGF.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék ekki með Fredericia HK. Hann hefur ekki jafnað sig af axlarmeiðslum.

Tap hjá Arnóri

TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar, tapaði í heimsókn til grannliðsins, Lemvig, 28:21, eftir að hafa verið undir, 13:10, að loknum fyrri hálfleik. Holstebro situr í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með þrjú stig. Færeyingurinn Vilhelm Pouslen, sem lék með Fram frá 2020 til 2022, skoraði sex mörk fyrir Lemvig og átti tvær stoðsendingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -