- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ákvað að taka ár í viðbót í „hyldýpi veraldar“

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

„Markaðurinn er erfiður um þessar mundir og þetta varð niðurstaðan og við erum ánægð með hana,“ sagði Oddur Gretarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins Balingen-Weilstetten, við handbolta.is í dag eftir að greint var frá því að hann hafi skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið. Samningurinn gildir fram á mitt næsta ári. Oddur kom til Balingen sumarið 2017.


„Ég var að líta í kringum mig og það voru einhverjar þreifingar og möguleikar á borðinu en ekkert sem var þess virði að flytja famelíuna og búslóðina. Forráðamenn Balingen vildu endilega halda mér og þar með ákvað ég að taka eitt ár til viðbótar hér „í hyldýpi veraldar“ eins og einn „sérfræðingurinn“ orðaði svo skemmtilega,“ sagði Akureyringurinn léttur í bragði eftir æfingu með liði sínu í dag en Balingen er í suðurhluta Þýskalands.


„Fjölskyldan er mjög ánægð hér og ég ætla að halda áfram að njóta þess að leika í bestu deild í heimi og fá borgað fyrir það,“ sagði Oddur Gretarsson sem verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísraelsmönnum í undankeppni EM í næsta mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -