- Auglýsing -
- Auglýsing -

Álaborgari bætist í hópinn hjá Gróttu

Theis Koch Søndergård, nýr leikmaður Gróttu. Mynd/Grótta

Grótta hefur samið við tvítugan danskan handknattleiksmann, Theis Koch Søndergård, um að leika með liði félagsins í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Søndergård kemur úr akademíu Álaborgar og hefur samið til eins ár við Gróttu.


Í tilkynningu frá Gróttu segir að Søndergård sé fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta vinstra megin og leikstjórnandi.„Theis er spennandi ungur leikmaður sem verður gaman að sjá með okkur í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Hann er fjölhæfur leikmaður og ég hlakka mikið til að byrja að vinna með honum,“ er haft eftir Róberti Gunnarssyni sem nýlega var ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -