- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander með á ný í stórsigri

Alexander Petersson er hættur eftir nítján keppnistímabil í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alexander Petersson sneri til baka á leikvöllinn í kvöld eftir rúmlega mánaðar fjarveru vegna meiðsla. Endurkoma hans hafði góð áhrif á samherjana því Rhein-Neckar Löwen kjöldró Wetzlar í Mannheim með 13 marka mun, 37:24, og endurheimti efsta sæti þýsku 1. deildarinnar, alltént að sinni.


Alexander skoraði eitt mark en átti tvær tilraunir. Ýmir Örn Gíslason lét til sín taka í vörn Rhein-Neckar Löwen en var spakari í sóknarleiknum og náði ekki að skora.

Viggó er einn í efsta sæti


Stuttgart með Elvar Ásgeirsson og markahæsta leikmann deildarinnar, Viggó Kristjánsson, innan sinna raða, vann einnig stóran sigur er Nordhorn kom í heimsókn, lokatölur, 36:24. Stuttgart færðist upp í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig að loknum 10 leikjum. Viggó skoraði fimm mörk í kvöld, þar af eitt úr vítakasti. Fjögur markskot rötuðu ekki í netið. Viggó er nú einn í efsta sæti á lista markahæstu manna deildarinnar með 76 mörk. Robert Weber, sem var jafn Viggó fyrir leikinn með 71 mark, lánaðist aðeins einu sinni að skora í kvöld fyrir Nordhorn.

Með á nýjan leik


Elvar sneri á ný liði Stuttgart eftir að hafa verið frá í síðasta leik vegna lítilsháttar meiðsla á handlegg. Sem fyrr fékk Elvar ekki að hafa sig mikið í frammi í sóknarleik Stuttgart. Hann var þeim mun ákveðnari í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.

Sóttu tvö stig til Essen


Sigurganga Janusar Daða Smárasonar og félaga í Göppingen heldur áfram. Í kvöld sóttu þeir tvö stig til Essen með öruggum sigri, 32:28. Janus átti eitt skot að markinu og þandi það út netmöskvana. Göppingen er komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en hefur aðeins leikið átta sinnum og á þar með góða möguleiki á að blanda sér enn betur í toppbaráttuna þegar fram líða stundir.

Fékk tak í bakið


Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen-Weilstetten í kvöld á heimavelli þegar Leipzig komí heimsókn. Í svari við skilaboðum frá handbolta.is sagði sagði Oddur að hann hafi fengið tak í bakið í byrjun viku. Ekki þótti ástæða að tefla á tvær hættur og fékk Oddur að sitja hjá að þessu sinni. “Verð klár í leikinn á sunnudaginn,” sagði Oddur. Á sunnudaginn koma leikmenn Flensburg í heimsókn til Balingen.


Balingen fékk eitt stig úr leiknum í kvöld, 20:20, var niðurstaðan eftir 60 mínútna viðureign í Sparkassen-Arena í Balingen. Liðið er þar með komið með fimm stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum.

Staðan:
Rhein-Neckar Löwen 16(9), Kiel 14(8), 
Stuttgart 13(10),Flensburg 12(7), 
Göppingen 12(8), Wetzlar 10(10), 
Melsungen 9(6), Füchse Berlin 9(7), 
Leipzig 9(8), Erlangen 9(9), Lemgo 9(9), 
SC Magdeburg 8(7), Bergischer 7(8), 
Hannover-Burgdorf 6(7), Nordhorn 6(10), 
Balingen-Weilstetten 5(9), 
GWD Minden 3(6), Ludwigshafen 3(9), 
Essen 2(7), Coburg 0(8).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -