- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð fær fimm leikmenn með hraðpósti

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA

Eftir að fimm leikmenn þýska landsliðsins greindust með covid19 síðla dags hefur Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, kallað út fimm leikmenn með hraði frá Þýskalandi. Allt eru það reyndir leikmenn. Þeir voru væntanlegir til Bratislava í kvöld og eiga að vera klárir í slaginn í lokaleik þýska landsliðsins í riðlakeppninni gegn Pólverjum í Bratislava annað kvöld.

Leikmennirnir eru Johannes Bitter, Rune Dahmke, Sebastian Firnhaber, Paul Drux og Fabian Wiede. Þeir koma í stað Andreas Wolff, Kai Häfner, Timo Kastening, Lukas Mertens og Luca Witzke sem allir greindust jákvæðir í covid prófi í dag.

Til viðbótar er Hendrik Wagner úr leik en hann var jákvæður við skimun á landamærum á sunnudaginn. Wagner átti að hlaupa í skarðið fyrir Julius Kühn sem var sá fyrsti í þýska liðinu sem greindist með covid um helgina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -