- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hefur valið hópinn fyrir forkeppni ÓL

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana sem fram fer í Hannover 14. til 17. mars. Hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og Alfreð tefldi fram á Evrópumótinu á heimavelli í janúar. Þýska landsliðið varð í fjórða sætinu á EM.

Þýska landsliðið kemur saman til æfinga og undirbúnings undir stjórn Alfreðs sunnudaginn 10. mars í Hannover.

Andstæðingarnir í umspilinu verða Alsír, Austurríki og Krótaía sem teflir fram landsliði sem Dagur Sigurðsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands og Austurríkis stýrir.

Fyrsti leikur Þjóðverja í forkeppninni verður fimmtudaginn 14. mars við landslið Alsír. Næst mætir þýska landsliðið því króatíska laugardaginn 16. mars og daginn eftir takast Þjóðverjar og Austurríkismenn á.

Tvö efstu lið keppninnar taka þátt í Ólympíuleikunum sem fram fara í París og í Lille frá 25. júlí til 11. ágúst.

Þýski hópurinn:

Markverðir:
David Späth, Rhein-Neckar Löwen.
Andreas Wolff, Barlinek Industria Kielce.
Aðrir leikmenn:
Rune Dahmke, THW Kiel.
Lukas Mertens, Sc Magdeburg.
Timo Kastening, MT Melsungen.
Lukas Zerbe, Lemgo.
Martin Hanne, TSV Hannover-Burgdorf.
Sebastian Heymann, Frisch Auf Göppingen.
Julian Köster, VfL Gummersbach.
Juri Knorr, Rhein-Neckar Löwen.
Nils Lichtlein, Füchse Berlin.
Marian Michalczik, TSV Hannover-Burgdorf.
Kai Häfner, TVB Stuttgart.
Christoph Steinert, HC Erlangen.
Renars Uscins, TSV Hannover-Burgdorf.
Justus Fischer, TSV Hannover-Burgdorf.*
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.

*Tilkynnt var um meiðsli Fischer sama dag landsliðshópurinn var opinberaður. Ljóst er að hann verður ekki með í forkeppninni. Ekki hefur verið kallaðurinn leikmaður í stað Fischer þegar þessi frétt er birt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -