- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð klár með hópinn í fyrstu leikina

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur tilkynnt hvaða leikmenn hann ætlar að tefla fram í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun nóvember. Þjóðverjar eiga að mæta Bosníu í Düsseldorf 5. nóvember og Eistlendingum þremur dögum síðar í Tallin.

Þetta verða fyrstu leikir þýska landsliðsins undir stjórn Alfreð sem ráðinn var í starf landsliðsþjálfara í febrúar. Vegna kórónuveirunnar hefur þýska landsliðið ekkert komið saman til leikja frá EM í janúar. Leikirnir við Bosníu og Eistland verða þar með fyrstu leikir landsliðsins undir stjórn Alfreðs.

Stefnt er að því að þýski hópurinn komi saman mánudaginn 2. nóvember í Düsseldorf og æfir þar undir ströngu sóttvarnaeftirliti.

Þýski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir: Andreas Wolff (KS Vive Kielce/POL), Johannes Bitter (TVB Stuttgart), Silvio Heinevetter (MT Melsungen).

Aðrir leikmenn: Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Marcel Schiller (Frisch Auf Göppingen), Tobias Reichmann (MT Melsungen), Timo Kastening (MT Melsungen), Hendrik Pekeler (THW Kiel), Patrick Wiencek (THW Kiel), Moritz Preuss (SC Magdeburg), Philipp Weber (SC DHfK Leipzig), Juri Knorr (GWD Minden), Marian Michalczik (Füchse Berlin), Julius Kühn (MT Melsungen), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Christian Dissinger (RK Vardar Skopje), Fabian Böhm (TSV Hannover-Burgdorf), Kai Häfner (MT Melsungen), Franz Semper (SG Flensburg-Handewitt), Steffen Weinhold (THW Kiel), Finn Lemke (MT Melsungen).

Stærri hópur fyrir næstu leiki

Auk þeirra sem að ofan greinir valdi Alfreð eftirtalda leikmenn til þess að vera til taks en út úr þeim hópi getur hann valið til annarra leikja sem verða í undankeppni EM um áramótin og til þátttöku á HM sem haldið verður í Egyptalandi upp úr miðjum janúar.

Till Klimpke (HSG Wetzlar), Tim Nothdurft (HBW Balingen-Weilstetten), Patrick Zieker (TVB Stuttgart), Matthias Musche (SC Magdeburg), Rune Dahmke (THW Kiel), Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Marius Steinhauser (SG Flensburg-Handewitt), Sebastian Firnhaber (HC Erlangen), Lukas Saueressig (HBW Balingen-Weilstetten), Tim Suton (TBV Lemgo), Paul Drux (Füchse Berlin), Fabian Wiede (Füchse Berlin), David Schmidt (Bergischer HC), Antonio Metzner (HC Erlangen).- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -