- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og lærisveinar komnir langleiðina inn á EM2022

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -

„Ég er vitanlega ánægður með úrslitin en ekki síður með hugarfarið og stemninguna innan liðsins,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, við handball-world í dag eftir níu marka sigur þýska landsliðsins á austurríska landsliðinu í undankeppni EM í handknattleik, 36:27.

Leikið var í Graz í Austurríki eftir hádegið. Sigur þýska liðsins var öruggur og vinni það einnig síðari leikinn við Austurríki í Köln á laugardaginn hefur það tryggt sér farseðilinn á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem fram fer eftir ár. Þjóðverjar eru þegar með sex stig að loknum þremur leikjum.


„Sóknarleikur okkar var góður í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð en þýska liðið skoraði 22 mörk í hálfleiknum gegn 16 austurrískum mörkum. „Það voru gallar á varnarleiknum en við vorum aldrei í erfiðleikum ef undan eru skildar fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Þessi sigur færði okkur einu skrefi framar en áður og jók um leið sjálfstraust okkar,“ sagði Alfreð ennfremur.

Austurríki er með tvö stig eftir tvo leiki. Bosnía og Eistland eru án stiga. Bosníumenn hafa lokið einum leik en Eistlendingar tveimur.


Mörk Austurríkis: Boris Zivkovic 7, Sebastian Frimmel 7, Robert Weber 3, Tobias Wagner 3, Balthasar Huber 2, Daniel Dicker 2, Gerald Zeiner 1, Lukas Hutecek 1, Nikola Stevanovic 1.
Mörk Þýskalands: Marcel Schiller 11, Julius Kühn 4, Johannes Golla 4, Fabian Böhm 3, Timo Kastening 3, Tobias Reichmann 2, Kai Häfner 2, Sebastian Firnhaber 2, Juri Knorr 2, Philipp Weber 1, David Schmidt 1, Paul Drux 1, David Schmidt 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -