- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Algjörlega frábær leikur hjá stelpunum“

Valur er kominn áfram í Evrópubikarkeppninni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Algjörlega frábær leikur hjá stelpunum,“ var það fyrsta sem Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals sagði þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir sjö marka sigur Vals, 31:24, á HC DAC Dunajská Streda í Slóvakíu í kvöld. Sigurinn færir Valsliðinu sæti í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar.

Valur tapaði fyrri leiknum sem fram fór á sama stað í gær með þriggja marka mun. Samanlagur sigur í leikjunum, 57:53.

Karakter, barátta og viji

„Leikurinn var erfiður. Eftir að á ýmsu hafði gengið í fyrri hálfleik vorum við vonsvikin yfir að vera ekki með tveggja til þriggja marka forskot að honum loknum í stað jafnrar stöðu.
Karakterinn, baráttan og viljinn í liðinu í síðari hálfleik var hreint stórkostlegur við mjög erfiðar aðstæður. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og frammistöðu þess í kvöld,“ sagði Ágúst Þór.


„Varnarleikur Vals var algjörlega til fyrirmyndar. Markverðirnir lögðu svo sannarlega sitt af mörkum. Þegar á leið síðari hálfleik þá fengum við nokkur ódýr mörk eftir hraðaupphlaup sem létti okkur verulega róðurinn.“

Framlag frá mörgum

„Sóknarleikurinn gekk mjög vel og var stýrt af röggsemi af þeim Elínu Rósu og Söru Dögg. Til viðbótar fengum við mjög gott framlag frá mjög mörgum leikmönnum sem er afar mikilvægt þegar leiknir eru tveir erfiðir leikir nánast á einum sólarhring. Liðsheildin og heildar frammistaðan var til fyrirmyndar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eldhress að vanda á símalínunni þráðbeint frá Dunajská í Slóvakíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -