- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir neikvæðir en samt jákvæðir í Porto

Íslenska landsliðið í handknattleik fyrir æfingu í Vikinni á sunnudaginn. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landsliðsmenn Íslands, þjálfarar og aðstoðarmenn reyndust allir neikvæðir við skimun vegna kórónuveiru. Hópurinn fór í skimun snemma í morgun. Niðurstöður komu fyrir stundu. Var mönnum létt, að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ sem er með landsliðshópnum í för í Porto. Þrátt fyrir neikvæðar niðurstöður eru allir jákvæðir fyrir leiknum annað kvöld.


Leikmenn íslenska landsliðsins og þjálfarar geta þar með farið á æfingu í Porto síðdegis. Það verður eina æfing landsliðsins fyrir leikinn við landslið Portúgal í undankeppni EM2022 annað kvöld.

Að sögn Róberts Geirs var ekki skimun á flugvellinum við komuna til Porto í gærkvöld. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gerir kröfu um að allir sem taka þátt í leikjum undankeppni EM fari í skimun fyrir leiki til þess að draga úr líkum þess að smitaðir leikmenn taki þátt í leikjunum. Liðsmenn portúgalska landsliðsins, þjálfarar og starfsmenn voru ennig prófaðir í morgunsárið.

Herbergisfélagararnir Arnór Þór Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson á fullri ferð á æfingu landsliðsins. Mynd/HSÍ

Þýsku dómararnir Fabian Baumgart og Sascha Wild dæma leikinn í Porto annað kvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30 og verður mögulegt að fylgjast með henni hjá RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -