- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir þekkja alla eins og í Vestmannaeyjum

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

„Gummersbach er fremur smár bær, þó stærri en Vestmannaeyjar. Engu að síðu þá virðast allir þekkja alla. Þar er rólegt og fínt,“ sagði Hákon Daði Styrmisson, þegar handbolti.is innti hann eftir hvernig honum líkaði lífið í Gummersbach í Þýskalandi en þangað flutti piltur í sumar og leikur nú með samnefndu félagi bæjarins í þýsku 2. deildinni í handknattleik.

Hann er fráleitt eini Íslendingurinn hjá liðinu því Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson er á sínu öðru keppnistímabili og Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari. Einnig á sinni annarri leiktíð.


Hákon Daði er heima á Íslandi um þessar mundir þar sem hann tekur þátt í æfingum karlalandsliðs í handknattleik. Nánast það síðasta sem Hákon Daði gerði áður en hann stökk upp í flugvél sem flutti hann áleiðis til Íslands um síðustu helgi var að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Gummersbach. Hann er þar með samningsbundinn félaginu fram á mitt árið 2024 eins og handbolta.is greindi frá sl sunnudagsmorgun.


„Félagið vildi gjarnan bæta við einu ári. Ég tók því enda þótti mér vera heiður að tilboði þess. Það er geggjað að fá tækifæri til þess að vera lengur. Mér hefur gengið vel á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan ég byrjaði að leika með liðinu sem einnig hefur gengið vel. Ég hef fengið nauðsynlegt traust bæði frá strákunum í liðinu og þjálfurunum.

Við höfum tapað einum leik en unnið átta. Markmiðið er skýrt sem er gott fyrir alla. Við erum með mjög góðan mannskap og í raun og veru öll vopn til þess að gera það sem við ætlum okkur,“ sagði Hákon Daði Styrmisson.

Ljóst má vera að Gummersbach ætlar sér upp úr deildinni í vor en herslumun vantaði uppá eftir síðasta keppnistímabil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -