- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alltaf gaman að vinna í Krikanum

Anton Rúnarsson sem hér skorar úr vítakasti gegn FH skoraði sex mörk fyrir Val í sigrinum á Haukum í gærkvöld. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -

„Þótt byrjunin hafi verið taktlaus hjá okkur þá náðum við að halda aga og skipulagi nánast allan leikinn auk þess sem Einar Baldvin varði vel í markinu hjá okkur. Vörnin var á köflum í lagi,“ sagði Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, sem átti stórleik þegar Valur lagði gamla liðið hans Magnúsar Óla, FH, 33:30, í hörkuskemmtilegum leik í Kaplakrika í gærkvöld í Olísdeild karla í handknattleik. Fyrstu umferð deildarinnar lauk með þessari viðureign.

Magnús Óli sagði góðan leik Valsliðsins ekki vera neitt undrunarefni þar sem leikmenn liðsins hafi æft einstaklega vel í sumar. „Við reynum bara að halda þeim dampi sem við vorum komnir á þegar keppnistímabilinu var hætt í vor. Við erum í fínu standi og þegar við höldum aga í leik okkar þá erum við bara flottir,“ sagði Magnús Óli ennfremur.

„Ég var svolítið ragur framan af leiknum í kvöld en um leið og ég komst  inn í taktinn þá  small allt hjá mér,“ sagði Magnús Óli sem vildi ekki gera of mikð úr eigin leik.

„Það er alltaf gaman að koma í Krikann og vinna FH og það í flottum leik,“ sagði Magnús Óli Magnússon, Valsari sem skoraði sex mörk og lagði grunn að jafn mörgum með stoðsendingum eftir að hafa tætt vörn  FH í sig hvað eftir annað í síðari hálfleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -