- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alusovski í tveggja leikja bann fyrir að hóta dómurum

Stevce Alusovski er sagður vera hættur hjá Þór. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Stevce Alusovski þjálfari Þórs á Akureyri hafði í hótunum við dómara leiks Þórs og ungmennaliðs Vals í Grill66-deild karla í handknattleik á síðasta laugardagin. Svo segir í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í kvöld.

Af þeim sökum var hann úrskurðaður í tveggja leikja bann á aukafundi aganefndar í dag. Tekur bannið gildi á morgun og verður Alusovski þar af leiðandi í banni þegar Þór tekur á móti efsta liði Grill66-deildarinnar, Herði, á laugardaginn.

Eins og kom fram síðasta í morgun á handbolti.is þá var Alusovski sýnt rauða spjaldið og fékk útlokun fyrir grófa óíþróttamannslega framkomu við dómara leiksins eftir að fyrri hálfleik var lokið í viðureign Þórs og ungmennaliðs Vals. Var málið tekið fyrir á fundi aganefndar á þriðjudag og var óskað greinargerðar frá Þór þar sem aganefnd leit málið alvarlegum augum.


Í fundargerð aganendar frá í dag sem birt var á vef HSÍ í kvöld segir m.a.: „Aganefnd hefur yfirfarið gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að umræddur þjálfari hafi haft í hótunum við dómara leiksins. Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál og að teknu tilliti til gagna málsins, þ.m.t. andmæla er fram komu í greinargerð Hkd. Þórs, er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í 2 leikja bann.“


Úrskurð aganefndar frá í dag má lesa hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -