- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ánægð með tvö baráttustig“

Aldís Ásta Heimisdóttir úr KA/Þór var kölluð í morgun inn í landsliðið fyrir leikinn við Serba á morgun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var fyrst og fremst mikill baráttuleikur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar við handbolta.is í dag eftir tveggja marka sigur Stjörnunnar á KA/Þór, 23:21, í KA-heimilinu í annarri umferð Olísdeildar kvenna.


„Við byrjuðum illa í vörninni. Það tók okkur smátíma að vinna okkur inn í leikinn og vorum undir allan fyrri hálfleikinn. Í hálfleik þá náðum við aðeins að endurstilla sóknarleikinn en lögðum áfram ríka áherslu á baráttuna sem náðist í vörninni þegar leið á fyrri hálfeikinn,“ sagði Rakel Dögg og bætti við að undangengnir dagar hafi verið liðinu erfiðir. Leikmenn hafi orðið að fara í sóttkví og síðan hafi Heiðrún Dís Magnúsdóttir fengið höfuðhögg í leiknum í dag auk þess sem Eva Björk Davíðsdóttir meiddist á ökkla. Hún kláraði þó leikinn og skoraði 23. markið sem reyndist innsigla sigurinn í KA-heimilinu.


„Ég er ótrúlega stolt af baráttunni sem liðið sýndi og viljanum þegar á móti blés. Þess utan er ég ánægð með tvö baráttustig á erfiðum útivelli,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn nyrðra í dag.

Stjarnan hefur þar með fjögur stig eftir tvo fystu leikina. Næsti leikur verður við HK í TM-höllinni í Garðabæ á föstudagskvöld. KA/Þór hefur eitt stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -