- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ánægður með sigurinn en ekki varnarleikinn

Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Sigurinn var uppskera af þolinmæðisverki okkar því við vissum að Afturelding væri með frábært lið sem enginn valtar yfir,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, ánægður með stigin tvö sem 33:27, sigur FH á Afturelding færði liði hans í Olísdeildinni. FH er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 11 stig að loknum átta leikjum.


„Það er eitt og annað sem ég er ekki ánægður með okkur leik en sex marka sigur er ég sáttur við,“ sagði Sigursteinn. Spurður hvað það væri helst sem hann væri ekki ánægður með í leik síns liðs svaraði þjálfarinn: „Ég var mjög óhress með varnarleikinn ekki síst í fyrri hálfleik. Þar af leiðandi var markvarslan heldur ekki góð. Fram til þessa hef ég verið ánægður með varnarleikinn en mér fannst við gefa full mikið eftir að þessu sinni þótt það kæmi ekki í veg fyrir sigurinn þegar upp er staðið,“ sagði Sigursteinn Arndal í snörpu viðtali við handbolta.is að Varmá í kvöld.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -