- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea markahæst þegar EH Aalborg fór á toppinn

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Silkeborg-Voel. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik og stöllur hennar í EH Aalborg komust í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar (næst efsta deild) í kvöld með eins marks sigri á Bertu Rut Harðardóttur og samherjum í Holstebro, 26:25, þegar leikið var á heimavelli Holstebro í 7. umferð deildarinnar.


Andrea var markahæst hjá EH Aalborg með átta mörk og nýtti færi sín vel auk þess að vera allt í öllu í sóknarleik liðsins.
Berta Rut náði ekki að skora fyrir Holstebro-liðið.


Mikil keppni er um efstu sætin í deildinni. EH Aalborg og Bjerringbro eru hvor með 12 stig eftir sjö leiki. Holstebro hefur leikið einum leik færra og er með 10 stig. Roskilde Håndbold, Hasten og Ringsted eru ekki langt á eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -