- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea skoraði sex mörk – síðari leikurinn er eftir

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll
- Auglýsing -

Andrea Jacobsen fór á kostum og skoraði sex mörk þegar lið hennar Kristianstad tapað með sex marka mun fyrir Skara HF, 32:26, í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í kvöld. Þrátt fyrir tapið þá eru Andrea og félagar ekki af baki dottnar og eiga möguleika á að snúa taflinu við í síðari leiknum í Kristianstad sem fram fer annað hvort 17. eða 19. desember.
Jafnt var að loknum fyrri hálfleik á heimavelli Skara HF, í kvöld, 16:16.


“Varnarleikurinn datt niður hjá okkur í síðari hálfleik,” sagði Andrea í skilaboðum til handbolta.is í kvöld. “Hópurinn er aðeins þunnskipaður hjá okkur um þessar mundir. Við eigum enn leikmenn í meiðslum,” sagði Andrea sem hefur bætt sig jafnt og þétt á keppnistímabilinu og virðist hafa náð góðum bata eftir að hafa slitið krossband fyrir hálfu öðru ári.


Í hinni viðureign kvöldsins í undanúrslitum skildu Skuru IF og Sävehof jöfn, 31:31. Síðari undanúrslitaleikur þessara liða er áformaður 22. desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -