- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingar Íslendinga mætast í Tallin

Mihkel Löpp og félagar í landsliði Eistlands mæta úkraínska landsliðinu í kvöld í undankeppni forkeppni HM. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjöðr
- Auglýsing -

Eistlendingar og Úkraínumenn mætast í fyrra sinn í Tallin, höfuðborg Eistlands í kvöld í undankeppni umspils heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Sigurliðið mætir íslenska landsliðinu í maí í umspilsleikjum um sæti á HM sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Króatíu og Noregi.

Síðari viðureignin verður í Alytus í Litáen á sunnudaginn. Sem kunnugt er þá geta Úkraínumenn ekki leikið í heimalandi sínu vegna innrásar Rússa í landið fyrir rúmum tveimur árum.

Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja á milli Eistlands og Úkraínu kemst áfram í umspilið við íslenska landsliðið. Umspilsleikirnir fara fram 8. eða 9. maí og þeir síðari 11. eða 12. maí. Fyrri viðureignin verður hér á landi.

Auk rimmu Eistlendinga og Úkraínumanna mætast næstu daga í forkeppni umspils HM Belgar og Ítalir, Slóvakar og Ísraelsmenn, Finnar og Litáar.

Lið eftirtalinna þjóða mætast í umspilinu í maí. Dregið var 27. janúar:

Finnland eða Litáen – Ungverjaland.
Belgía eða Ítalía – Svartfjallaland.
Grikkland – Holland.
Rúmenía – Tékkland.
Spánn – Serbía.
Færeyjar – Norður Makedónía.
Slóvenía – Sviss.
Portúgal – Bosnía.
Ísland – Eistland eða Úkraína.
Pólland – Slóvakía eða Ísrael.
Georgía – Austurríki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -