- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingur KA er frá Vínarborg

KA leikur HC Fivers frá Austurríki í Evrópubikarkeppninni . Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Síðari leikjum í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla lauk um helgina. Þar með liggur fyrir að leið KA-manna liggur til Austurríkis í annarri umferð þegar þeir mæta til leiks. Andstæðingur KA verður HC Fivers frá Vínarborg.


HC Fivers vann gríska liðið AC Diomidis Argous í síðari viðureign liðanna sem fram fór í Vínarborg á laugardaginn, 31:25. Fivers hafði einnig betur í fyrri leiknum sem leikinn var í Argos á Pelópsskaga fyrir rúmri viku, 30:27.


Ráðgert er að fyrri leikur KA og HC Fivers fari fram í Vínarborg 29. okótóber og sá síðari í KA-heimilinu 5. eða 6. nóvember.


HC Fivers hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Lið félagsins hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari, síðast fyrir fjórum árum.


Eins og áður kom fram drógust Haukar á móti Sabbianco Anortosis Famagusta frá Kýpur í annarri umferð keppninnar en bæði lið sátu yfir í fyrstu umferð.

Óvissa hjá ÍBV

ÍBV dróst gegn Donbas Donetsk frá Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort eða þá hvar heimaleikur Donbasliðsins verður leikinn eða hvort leikirnir fari yfirhöfuð fram. Reyndar er fátt um félagið að finna á vef Handknattleikssambands Evrópu annað en að liðið sé til heimilis í Mariupol. Borgin er á valdi rússneska innrásarhersins.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -