- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap hjá Serbum – Groetzki ekki með á EM – fjórtán vináttuleikir – úrslit

Norska landsliðið fagnar sigri á hollenska landsliðinu á fjögurra liða móti í Kaupmannahöfn í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hið minnsta fjórtán vináttuleikir landsliða fór fram víða um Evrópu í dag og í kvöld. Úrslit þeirra er að finna hér fyrir neðan. M.a þá tapaði serbneska landsliðið fyrir því spænska á æfingamóti í Granollers á Spáni, 32:26. Þetta var annað tap Serba á mótinu. Þeir töpuðu fyrir Pólverjum í gær, eins og handbolti.is sagði frá. Landslið Serba verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi á föstudaginn.

Þjóðverjar verða fyrir áfalli

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann það portúgalska í síðari vináttuleik liðanna af tveimur í Kiel í dag, 35:31.

Þýska landsliðið varð fyrir miklu áfalli í leiknum í dag þegar meiðsli tóku sig upp hjá reyndasta leikmanni liðsins, Patrick Groetzki. Um er að ræða sömu meiðsli og hrjáðu Groetzki í haust og vetur og héldu honum frá keppni fram í desember. Þýskir fjölmiðlar segja frá því í kvöld að lokinni skoðun lækna á vegum þýska landsliðsins hafi verið staðfest að Groetzki leiki ekki með Þjóðverjum á Evrópumótinu. Fyrsti leikur Þjóðverja verður gegn Sviss í Düsseldorf á miðvikudagskvöld.

Aron Kristjánsson og leikmenn landsliðs Barein biðu lægri hlut fyrir Túnisbúum í annarri umferð æfingamóts í Frakklandi. Bareinar búa sig undir Asíukeppnina sem hefst síðla í næstu viku.

Úrslit vináttuleikja í dag og í kvöld

Túnis – Barein 32:23 (15:11).
– Aron Kristjánsson er þjálfari landsliðs Barein.
Frakkland – Brasilía 37:28 (14:14).
Noregur – Holland 38:35 (20:18).
Danmörk – Egyptaland 34:31 (17:15).
Bosnía – Rumenía 19:29 (6:10).

Pólland – Slóvakía – 38:20 (19:10).
Króatía – Slóvenía 32:26 (16:10).
Þýskaland – Portúgal 35:31 (20:15).
– Alfreð Gíslason er þjálfari landsliðs Þýskalands.

Sviss – Argentína 35:27 (16:13).
Austurríki – Ísland 28:33 (11:18).
Spánn – Serbía 32:26 (16:13).
Færeyjar – Belgía 34:29 (15:16).

Rússland U20 – Hvíta-Rússland 29:45 (15:21).
Rússland – Íran 26:29 (14:16).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -