- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap og lærisveinar Guðmundar eru úr leik

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari MT Melsungen í Þýskalandi. Mynd/Melsungen
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Melsungen eru úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik eftir annað tap á einni viku fyrir danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg í dag, 26:24, á heimavelli í 1.umferð keppninnar. Melsungen tapaði fyrri leiknum í Danmörku með fjögurra marka mun, 31:27, og rimmunni því samtals með sjö marka mun, 57:51.

Lið Melsungen hóf leikinn illa í dag og lenti strax undir, 4:1, gegn sterku dönsku liði sem er greinilega komið lengra í undirbúningi sínum. Má segja að eftir það hafi Melsungen átt undir högg að sækja og var m.a. fjórum mörkum undir í hálfleik, 16:12. Ekki tókst að snúa taflinu við í síðari hálfleik og Melsungen þar með úr leik.

Arnar Freyr Arnarsson lék með Melsungen-liðinu, en hann gekk til liðs við það í sumar.  Hann skoraði eitt mark.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -