- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap tímabilsins kom í úrslitaleik

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik karla með öruggum sigri á Íslendingaliðinu SC Magdeburg, 28:21, í úrslitaleik í Hamborg. Þetta er aðeins annar mótsleikurinn sem Magdeburg tapar á keppnistímabilinu. Þar með er um leið ljóst að Magdeburg nær ekki að vinna tvöfalt á þessari leiktíð en eins og staðan er í þýsku 1. deildinni þá blasir meistaratitillinn við liðinu.


Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Einnig átti hann tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar.


Norðmaðurinn Sander Sagosen skoraði sjö mörk fyrir Kiel og var markahæstur. Hendrik Pekeler var næstur með sex mörk.


Þrátt fyrir að sjö mörkum munaði á liðunum þegar upp var staðið þá var leikurinn jafn í um 50 mínútur. Magdeburg var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Kiel náði þriggja marka forskoti, 22:19, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Eftir það misstu leikmenn Magdeburg niður dampinn og máttu játa sig sigraða.


Þetta var í 12. sinn sem Kiel vinnur bikarkeppnina frá því að lið félagsins vann hann fyrst 1998.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -