- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar í röð hjá Hildigunni

Hildigunnur Einarsdóttir er leikmaður Leverkusen. Mynd/Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar hennar í Bayer Leverkusen byrja árið á sömu nótum og því var lokið af þeirra hálfu, þ.e. með sigri. Leverkusen vann botnlið, Kuspfalz-Baren Ketsch, 24:21, á heimavelli síðarnefnda liðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Fimm leikir fóru fram í deildinni í kvöld en síðast var leikið í deildinni á næst síðasta degi nýliðins árs.


Hildigunnur skoraði eitt mark í þremur skotum í leiknum í kvöld. Leverkusen var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og hafði m.a. fjögurra marka forskot, 12:8, í farteskinu inn í hálfleikinn.
Leverkusen-liðið fer vel af stað undir stjórn Martin Schwarzwald sem tók við þjálfun þess 20. nóvember en sökum hlés á keppni vegna EM var þetta aðeins annar leikur liðsins undir stjórn Schwarzwald. Báðir hafa þeir unnist.
Markverðir Leverkusen-liðsins fóru mikinn í leiknum og voru með ríflega 47% hlutfallsmarkvörslu.


Staðan í deildinni:
Bietigheim 19(11), Dortmund 18(9), Neckarsulmer 15(10), Blomberg 15(11), Thüringen HC 15(12), Metzingen 14(11), Bayer Leverkusen 12(10), Buxtehuder 12(11), Oldenburg 12(12), Bensheim/Auerbach 10(9), Bad Wildungen 10(10), Union Halle-Neustadt 8(10), Buchholz 08-Rosengarten 8(13), Göppingen 4(11), Mainz 0(10), Kurpfalz Bären 0(12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -