- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar í röð hjá Stjörnunni

Helena Rut Örvarsdóttir skorað níu mörk gegn ÍBV í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í kvöld þegar það lagði Hauka með níu marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 32:23, í leik sem varð aldrei spennandi, slíkir voru yfirburðir Stjörnukvenna að þessu sinni. Helmingsmunur var að loknum fyrri hálfleik, 18:9.


Stjarnan komst upp í annað til fjórða sæti deildarinnar með þessu sigri. Þar situr liðið ásamt Fram og KA/Þór með átta stig eftir sex leiki eins og KA en Fram-liðið á fimm leiki að baki.
Haukar sem unnu HK í síðustu umferð tókst ekki að fylgja góðri frammistöðu eftir í kvöld. Liðið átti undir högg að sækja frá upphafi.
Helena Rut Örvarsdóttir fór mikinn í sókninni og var markahæst. Eva Björk Davíðsdóttir stjórnaði leik liðsins eins og herforingi. Auk þess að skora þrjú mörk þá átti hún átta stoðsendingar og skilaði tveimur vítaköstum rétta leið. Elísabet Gunnarsdóttir, línukona, naut góðs af þessu og skoraði fimm mörk af línunni í sex skotum. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, sem kom nýverið til Stjörnunnar frá Haukum, lék afar vel gegn sínum gömlu samherjum.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Karen Tinna Demian 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Thelma Sif Sófusdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 11 skot, 39.3%, Hildur Öder Einarsdóttir 3 skot, 33,3%
Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 4, Sara Oden 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Guðný Jenný Sigurðardóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 10 skot, 23,8%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -