- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar leikmaður Selfoss kveður eftir fall liðsins

Gunnar Kári Bragason t.h. handsalar samning sinn við Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH
- Auglýsing -

Selfyssingurinn Gunnar Kári Bragason hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann er annar leikmaðurinn sem kveður Selfossliðið á jafnmörgum dögum eftir að liðið féll úr Olísdeildinni í fyrrakvöld að lokinni níu ára samfelldri veru.

Sjá einnig: Stjarnan hefur krækt í Hans Jörgen frá Selfossi


Gunnar Kári, sem stendur á tvítugu, er talinn vera einn efnilegasti línumaður landsins og hefur m.a. átt sæti í 20 ára landsliðinu sem býr sig undir Evrópumót í sumar.

Gunnar Kári hefur skorað 51 mark í 20 leikjum Selfossliðinu í Olísdeildinni og getur bætt við mörkum annað kvöld þegar Selfoss tekur á móti Gróttu í lokaumferðinni.

Smellur inn í hugmyndafræði FH

„Það er mjög ánægjulegt að Gunnar Kári hafi valið FH sem sitt næsta skref á ferlinum. Við FH-ingar höfum fylgst vel með honum í vetur, okkur finnst mikið til hans koma og teljum hann passa vel inn í þá hugmyndafræði sem við FH-ingar vinnum eftir,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu og bætir við:

„Það er stefna, markmið og vilji okkar FH-inga að hlúa vel að ungum og efnilegum leikmönnum, gefa þeim tækifæri og leiðbeina. Í Kaplakrika hafa leikmenn allt til alls til að ná langt og láta drauma sína rætast,“ sagði Ásgeir ennfremur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -