- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur hjá Portúgal – úrslit leikja dagsins

Andy Schmid hinn sterki leikmaður landsliðs Sviss á auðum sjó í leiknum við Austurríki í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgalska landsliðið, sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á fimmtudagskvöldið í Kristianstad, lagði brasilíska landsliðið með þriggja marka mun í þriðju og síðustu umferð fjögurra liða æfingamóts sem lauk í Þrándheimi í dag, 31:28. Portúgalar unnu einnig Bandaríkjamenn á mótinu en töpuðu fyrir Noregi með 11 marka mun í fyrstu umferð.


Sigur á brasilíska landsliðinu í dag var sannfærandi þótt vissulega hafi Brasilíumenn stundum leikið betur en um þessar mundir. Þeir voru að ljúka þátttöku á öðru æfingamótinu á skömmum tíma. Hefur þeim aðeins tekist að vinna einn af sex á mótunum tveimur. Brasilía gæti orðið andstæðingur íslenska landsliðsins í milliriðilakeppni heimsmeistaramótsins.


Eftir tap fyrir Austurríki og Sviss á æfingamóti í Sviss þá lagði japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, landslið Grænhöfðaeyja í lokaumferð Yellow Cup í Sviss í dag, 31:19. Botninn datt alveg úr leik Grænhöfðeyinga að þessu sinni. Þeir höfðu áður tapað fyrir austurríska landsliðinu en gert jafntefli við Sviss í gær, 29:29.


Grænhöfðeyingar eru einnig hugsanlegir andstæðingar íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins sem stendur fyrir dyrum.

Úrslit leikja dagsins:
Portúgal – Brasilía 31:28 (16:12).
Noregur – Bandaríkin 43:26 (27:12).
Japan – Grænhöfðaeyjar 31:19 (16:9).
Þýskaland – Ísland 33:31 (19:14).
Sviss – Austurríki 29:28 (15:15).
Lettland – Litáen 15:24 (9:15).
Finnland – Eistland 31:29 (13:14).
Slóvakía – Chile 40:29 (16:17).
Króatía – Ísrael 38:23 (20:10).

Leikir á HM 2022 - D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.


Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -