- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur Stjörnunnar í röð

Lena Margrét Valdimarsdóttir var kölluð inn í landsliðið í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan vann annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í kvöld er hún lagði HK með þriggja marka mun, 27:24, í TM-höllinni í Garðabæ. Stjarnan var með undirtökin í leiknum frá upphafi til enda og var einu marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.


Stjarnan hefur þar með 14 stig í sjötta sæti deildarinnar, sjö stigum á undan HK sem virðist ætla að verma sjöunda sætið eitthvað áfram. Hlekk á stöðuna í Olísdeildinni er finna fyrir neðan markaskorara neðarlega í greininni.


HK byrjaði leikinn illa sem varð til þess að Stjarnan náði fljótlega forystuhlutverkinu sem liðið hélt meira og minna til leiksloka.


HK komst aldrei yfir í leiknum. Liðinu tókst að jafna, 19:19, eftir að hafa skorað þrjú mörk í röð snemma í síðari hálfleik. Í framhaldinu gáfust möguleikar á að komast yfir. Tvær sóknir í röð fóru út um þúfur. Þar með rann möguleikinn út úr höndum Kópavogsliðsins. Hann bauðst ekki aftur.


Talsvert var um mistök á báða bóga og svo virtist sem sjálfstraust skorti hjá báðum liðum eftir misjafnt gengi í síðustu leikjum. Stjarnan gerði færri mistök og þar lá munurinn þegar upp var staðið.


Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Britney Cots 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 6, 31,6%.

Mörk HK: Berglind Þorsteinsdóttir 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 12, 30,8%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

Handbolti.is var í TM-höllinni í kvöld og fylgdist með í leiknum í stöðu- og textauppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -