- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar stórleikur Hákons Daða í röð

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson hélt áfram að leika við hvern sinn fingur í kvöld með liði sínu Eintracht Hagen í 2. deild þýska handknattleiksins. Hann var frábær þegar liðið vann Bayer Dormagen, 32:28, á útivelli. Eyjamaðurinn skoraði 10 mörk í 12 skotum og var markahæsti leikmaður vallarins. Ekkert markanna skoraði Hákon Daði úr vítaköstum.

Frammistaða Hákons Daða í kvöld var framhald af stórleik hans fyrir 13 dögum þegar Hagen lék síðast. Þá skoraði hann 11 sinnum.

Eintracht Hagen er eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 32 stig eftir 25 leiki.

Naumt tap hjá Tuma Steini

Coburg, sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með, er í sjötta sæti með 29 stig að loknum 25 leikjum. Coburg beið lægri hlut í heimsókn til Hüttenberg í kvöld, 27:25, eftir jafna stöðu, 13:13, að fyrri hálfleik loknum.

Tumi Steinn skoraði tvö mörk, átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -