- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton er sagður á heimleið

Anton Rúnarsson, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar 2021 er nú aðstoðarþjálfari Vals. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Anton Rúnarsson er á heimleið eftir keppnistímabilið. Þetta kemur fram í frétt á handball-world í dag. Í fréttinni er vitnaði í tilkynningu frá félagi Antons, TV Emsdetten, varðandi leikmenn sem eru að koma til félagsins og aðra sem yfirgefa skútuna að leiktíðinni lokinni.

Anton gekk til liðs við TV Emsdetten í annað sinn á ferlinum sumarið 2021 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val þá um vorið. Emsdetten var þá í annarri deild þýska handknattleiksins.

Emsdetten féll niður í 3. deild fyrir ári og stendur þessa dagana í ströngu í keppni um að endurheimta sæti í 2. deild. Óvíst er að liðinu takist að endurheimta sætið enda hafa fleiri lið sett sér það takmark og keppni jöfn á meðal þeirra í umspili sem stendur yfir þessar vikurnar. Aðeins tvö lið af níu sem taka þátt í umspilinu flytjast upp.

Ekki kemur fram í fyrrnefndri frétt hvort Anton hafi samið við lið á Íslandi. Aðeins að hann hafi tekið stefnuna til Íslands. Anton er 35 ára gamall og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar vorið 2021.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -