- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton og Jónas dæma undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar

Dómararnir sjóuðu, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í Mannheim í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln laugardaginn 17. júní. Um er að ræða fyrri viðureign undanúrslita þar sem Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg og Evrópumeistarar síðasta árs, Barcelona, leiða saman kappa sína. Leikurinn verður vart stærri en það.

Þetta er í þriðja sinn sem Anton Gylfi og Jónas dæma saman leiki úrslitahelgar Meistaradeildar karla. Fyrir nokkrum árum kom leikurinn um bronsið í þeirra hluta. Leikurinn í Köln á þjóðhátíðardaginn verður sjöundi leikurinn sem þeir félagar dæma í Meistaradeild karla á keppnistímabilinu og um leið sá síðasti.

Áður en Anton Gylfi tók upp samstarf við Jónas við dómgæslu dæmdi hann einu sinni á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar með Hlyni Leifssyni.

Tékkarnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny dæma hina viðureign undanúrslitanna þar sem mætast Paris Saint-Germain Handball og Barlinek Industria Kielce.

Viðureignin um bronsverðlaunin sunnudaginn 18. júní verður dæmd af Norðmönnunum Lars Jørum og Havard Kleven.

Slóvenarnir Bojan Lah og David Sok fá það vandasama hlutverk að halda uppi röð og reglu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -