- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton og Jónas er mættir til Düsseldorf

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dómarar eru mættir til Þýskalands. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma leiki á Evrópumóti karla sem hefst í vikunni. Þeir félagar fóru til Þýskalands í gær en í morgun hófst undirbúningur dómara fyrir mótið sem saman er komnir í Düsseldorf.

Þetta verður þriðja Evrópumótið í röð í karlaflokki þar sem Anton og Jónas dæma saman en fjórða mótið sem Anton tekur þátt í. Þeir félagar eru því orðnir vel sjóaðir.

Jóhann Ingi aðstoðar

Um er að ræða hefðbundinn undirbúning með fundarhöldum þar sem m.a. er farið yfir helstu áherslur dómara fyrir mótið. Einnig sækja þeir ýmsa fyrirlestra. Meðal þeirra sem aðstoða dómara við undirbúning fyrir mótið er Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur og fyrrverandi handknattleiksþjálfari. Jóhann Ingi hefur um langt árabil starfað með Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, við fyrirlestrahald og stuðning við dómara á stórmótum.

Fyrstu leikir Evrópumótsins verða á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvenær Anton og Jónas mæta fyrst til leiks.

Átján dómarapör eru skráð til leiks á EM:
Anton Gylfi Pálsson / Jónas Elíasson (Íslandi).
Amar Konjicanin / Dino Konjicanin (Bosníu).
Vaclav Horacek / Jiri Novotny (Tékklandi).
Mads Hansen / Jesper Madsen (Danmörku).
Andreu Marín Lorente / Ignacio Garcia Serradilla (Spáni).
Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi).
Karim Gasmi / Raouf Gasmi (Frakklandi).
Maike Merz / Tanja Kuttler (Þýskalandi).
Robert Schulze / Tobias Tönnies (Þýskalandi).
Vaidas Mazeika / Mindaugas Gatelis (Litáen).
Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc (Norður Makedóníu).
Slave Nikolov / Gjorgji Nachevski (Norður Makedóníu)
Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic (Svartfjallalandi).
Lars Jørum / Havard Kleven (Noregi).
Daniel Accoto Martins / Roberto Accoto Martins (Portúgal).
Bojan Lah / David Sok (Slóvenía).
Arthur Brunner / Morad Salah (Sviss).
Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik (Svíþjóð).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -