- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton verður eftirmaður Ágústs Þórs

Anton Rúnarsson, fyrir miðri mynd, tekur við þjálfun kvennaliðs Vals í sumar. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Anton Rúnarsson tekur við þjálfun Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna í sumar þegar hinn sigursæli Ágúst Þór Jóhannsson færir sig um set úr þjálfun kvennaliðs Vals yfir í þjálfun karlaliðs félagsins. Forráðamenn Vals hafa um nokkurt skeið leitað logandi ljósi að eftirmanni Ágústs Þórs og bar leitin árangur innan félagsins.


Eftir að Anton flutti heim frá Þýskalandi sumarið 2024 hefur hann verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals og einnig verið með Val2 auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar Vals. Árum saman lék Anton með Val en einnig með Emsdetten í Þýskalandi.

Anton hefur aflað sér mastercoach réttinda sem þjálfari hjá Handknattleikssambandi Evrópu.

Eru himinlifandi

„Við í stjórn handknattleiksdeildar erum himinlifandi með að Anton taki þetta mikilvæga þjálfarastarf að sér innan okkar félags. Anton er að taka við sigursælasta liði landsins um þessar mundir og mun eitt af hans lykilhlutverkum vera að halda liðinu áfram á sigurbraut með sérstaka áherslu á að koma ungum, efnilegum og uppöldum Valsstúlkum í fremstu röð,“ segir Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals í tilkynningu í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -