- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arna Þyrí skoraði 15 mörk í Kórnum

Heiðrún Berg Sverrisdóttir skorar eitt af sex mörkum sínum fyrir HK gegn Víkingi í dag. Mynd/Finnbogi Marinosson
- Auglýsing -

Keppni hófst af krafti í dag í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Ungmennalið HK og Víkingur riðu á vaðið í Kórnum í Kópavogi svo út varð hörkuleikur þar sem ekkert var gefið eftir fyrr en lokaflautið gall og Víkingar máttu játa sig sigraða með tveggja marka mun, 26:24. Arna Þyrí Ólafsdóttir fór á kostum í liði Víkings og skoraði 15 mörk.


Víkingur hafði tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 13:11, og liðið hefði getað jafnað metin þegar hálf mínúta var eftir að leiktímanum en þá brást vítaksyttu liðsins bogalistin. HK-liði nýtti þær sekúndur sem eftir lifðu af leiktímanum til þess að bæta við 26. marki sínu.

HK U hefur þar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Víkingur er án stiga en liðið lék í dag í fyrsta sinn undir stjórn Sigurlaugar Rúnarsdóttur sem tók þjálfun í desember.

Arna Þyrí Ólafsdóttir, leikmaður Víkings með boltann. Steinunn Birta Haraldsdóttir fylgist grannt með. Mynd/Finnbogi Marinosson


Mörk HK U: Sara Kristín Gunnarsdóttir 8, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 6, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 3, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 2, Leandra Slalvamoser 2, Telma Medos 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1.

Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 15, Auður Brynja Sölvadóttir 5, Victoria McDonald Þorkelsdóttir 2, Steinunn Birta Haraldsdóttir 1.

Hekla Daðadóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir dæmdu leikinn.

Sara Kristín Gunnarsdóttir, HK sækir að vörn Víkings þar sem Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir og Steinunn Birta Haraldsdóttir . Mynd/Finnbogi Marinosson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -