- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Freyr hefur skrifað undir nýjan samning

Arnar Freyr Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við MT Melsungen í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir nýjan samning við þýska liðið MT Melsungen. Samningurinn er til eins árs, út leiktíðina 2025, með ákvæði um að hægt verði að bæta einu ári við.

Arnar Freyr, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við MT Melsungen sumarið 2020 frá GOG í Danmörku. Áður hafði hann leikið með IFK Kristianstad í Svíþjóð í þrjú ár frá 2016 til 2019. Arnar Freyr er annars Framari að upplagi.

Arnar Freyr hefur klæðst landsliðspeysunni í 94 skipti, síðast gegn Austurríki á Evrópumótinu í Þýskalandi í síðasta mánuði. Hann hefur átt sæti í íslenska landsliðinu á öllum stórmótum frá HM 2017.

Eftir misjafnlega gott gengi á síðustu árum þá hefur MT Melsungen verið í hópi efstu liða þýsku 1. deildarinnar á þessari leiktíð og er um þessar mundir í fjórða sæti eftir sigur á Bergichser HC á föstudagskvöld, 31:26, á heimavelli. Arnar Freyr skoraði tvö mörk í leiknum.

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður er samherji Arnars Freys hjá Melsungen. Elvar Örn er samning við félagið fram á mitt næsta ár eins og Arnar Freyr.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -