- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar og Neistin standa betur að vígi

Mynd/Neistin
- Auglýsing -

Neistin og ríkjandi bikarmeistarar H71 standa betur að vígi en andstæðingarnir þegar fyrri leikjum í undanúrslitum færeysku bikarkeppninnar í handknattleik er lokið. Fyrri leikirnir voru háðir í gær.
Hörður Fannar Sigþórsson skoraði tvö mörk þegar KÍF tapaði með eins marks mun fyrir lærisveinum Arnars Gunnarssonar í Neistanum frá Þórshöfn, 25:24.

Leikurinn fór fram á heimavelli KÍF í Kollafirði og voru Neistamenn einnig marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Síðari leikurinn verður í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn á sunnudaginn.


H71 frá Hoyvík, sem varð bikarmeistari undir stjórn Einars Jónssonar á síðasta ári, vann STíF, 26:22, í hinni undanúrslitaviðureigninni í gærkvöld. Leikið var í Skálum. Liðin mætast aftur í Hoyvík á sunnudag.


Arnar Gunnarsson er þegar kominn með 16 og 18 ára lið karla hjá Neistanum í úrslit bikarkeppninnar og ljóst að það yrði ekki til að spilla fyrir gleðinni hjá Neistafólki ef það tæki að eiga meistaraflokksliðið einnig í úrslitum bikarkeppninnar þetta árið. Neistin hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari í karlaflokki, síðasta 2019. Leikið verður til úrslita í bikarkeppninni í Færeyjum 20. febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -