- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar valdi 18 leikmenn fyrir HM – ein úr HM-hópnum 2011

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik og leikmenn hans eru á leiðinni á HM síðar í þessu mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnti rétt áðan þá 18 leikmenn sem hann hefur valið til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst 29. nóvember í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð.


Um er að ræða sömu leikmenn og voru í hópnum sem tók þátt í leiknum við Færeyinga í Þórshöfn um miðjan síðasta mánuð.
Einn leikmaður í hópnum var einnig í landsliðinu sem tók þátt síðasta þegar Ísland var með á HM fyrir 12 árum, Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Hún er jafnframt leikreyndust í hópnum sem Arnar valdi.

Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikreyndust í HM-hópnum með 123 landsleiki. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sex af 18 leikmönnum leika með félagsliðum utan Íslands.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu verður 30. nóvember gegn Slóveníu. Eftir það taka við leikir við Frakka og Angólabúa 2. og 4. desember í D-riðli sem leikinn verður í Stavangri í Noregi.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1).
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (41/46).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (40/48).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (8/8).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (4/11).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (96/108).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (6/8).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (5/0).
Lilja Ágústsdóttir, Val (10/4).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (34/53).
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (22/95).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (77/59).
Thea Imani Sturludóttir, Val (64/124).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (38/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (123/348).

Starfsfólk:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari.
Hlynur Morthens, markvarðaþjálfari.
Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari.
Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Jóhann Róbertsson, læknir.
Jóhanna Gylfadóttir, sjúkraþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Róbert Geir Gíslason, fararstjóri.
Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi.

  • Leikir Íslands í D-riðli HM:
    30. nóvember: Slóvenía – Ísland, kl. 17.
    2. desember: Ísland – Frakkland, kl. 17.
    4. desember: Angóla – Ísland, kl. 17.
  • Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -