- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Freyr skiptir um hlutverk

Arnór Freyr Stefánsson verður markvarðaþjálfari hjá Stjörnunni. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Stjörnunnar, hefur ákveðið að hætta að standa á milli stanganna og taka við hlutverki þjálfara. Hann hefur samið við Stjörnuna um markmannsþjálfun félagsins hjá meistara- og yngri flokkum.

Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar í morgun.

Arnór Freyr kom til Stjörnunnar fyrir tveimur árum frá Aftureldingu eftir þriggja ára veru. Áður var Arnór Freyr í tvö ár hjá Randers HH í Dannmörku. Arnór Freyr hóf ferilinn hjá ÍR en gætti einnig marksins hjá HK og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012.


„Þjálfarar liðanna okkar eru himinlifandi yfir því að fá svona reynslumikinn markmann í þjálfara teymi sín. Við bjóðum Arnór velkominn í nýtt hlutverk hjá okkur en spennandi tímar eru framundan í uppbyggingu handboltans í Garðabæ,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -