- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Freyr úr leik út keppnistímabilið

Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, í leik við KA snemma árs. Hann leikur ekkert meira með Aftureldingu á keppnistímabilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson leikur ekkert meira með Aftureldingu í Olísdeildinni á keppnistímabilinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, staðfesti það við handbolta.is.


Arnór Freyr meiddist á hné í lok febrúr og tók ekkert þátt í leikjum Aftureldingar eftir það fram að þeim tíma er sett var á bann við kappleikjum síðla í mars. Vonir stóðu í fyrstu til að hann gæti tekið upp þráðinn aftur með Aftureldingu áður en keppnistímabilið væri úti. Gunnar sagði að staðan hefði verið þannig á hnénu að best hafi verið að Arnór Freyr gengist undir aðgerð á því. Hún er yfirstaðin og á Gunnar von á markverðinum eldsprækum til leiks á næsta keppnistímabili.


Bjarki Snær Jónsson og unglingalandsliðsmarkvörðurinn, Brynjar Vignir Sigurjónsson, standa vaktina í marki Aftureldingar það sem eftir er keppnistímabilsins en Afturelding á sex leiki eftir. Afturelding sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildarinnar á laugardagskvöldið klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -