- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og Álaborg áfram á toppnum – Viktor Gísli í eina taplausa liðinu

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður GOG, er danskur meistari í handknattleik. Mynd/GOG
- Auglýsing -

Norðmaðurinn Sebastian Barthold var í miklum ham þegar meistarar Aalborg Håndbold unnu öruggan sigur á sameinuðu liði Skanderborg Århus, 33:24, á útivelli. Barthold skoraði níu mörk í 11 skotum. Aron Pálmarsson er ennþá frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðs meistaranna sem er í efsta sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm umferðir.

Viktor Gísli Hallgrímsson kom lítið við sögu þegar lið hans, GOG, vann bikarmeistara Mors-Thy, 30:27, í öðrum leik liðanna á nokkrum dögum en þau mættust einnig í 2.umferð Evrópudeildarinnar í vikunni. Viktor Gísli fékk að spreyta sig í einu vítakasti í dag en annars stóð Thorbjörn Bergerud, landsliðsmarkvörður Noregs, allan leikinn á milli stanganna í marki GOG.

GOG er eina taplausa liðið í dönsku úrvalsdeildinni en það hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á sannfærandi hátt.

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk í fjórum tilraunum fyrir SönderjyskE þegar liðið tapaði fyrir nýliðum Skive, 28:27, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 16:14. Markverðir beggja lið, Kasper Larsen hjá SönderjyksE  og Shadrach-Amie Nsoni hjá Skive, stóðu svo sannarlega fyrir sínu og voru hvor um sig með 40% markvörslu. SönderjyskE er með tvo vinninga eftir fimm leiki sem er væntanlega undir væntingum.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð hluta leiks í marki KIF Kolding sem tapaði á heimavelli fyrir Skjern, 34:30. Hann varði þrjú skot, þar af eitt vítakast sem gerði 18% hlutfallsmarkvörslu. Samherji hans Tim Winkler náði sér heldur ekki á strik í leiknum.  Kolding er í 12. sæti af 15 í deildinni og hefur því miður ekki farið nógu vel af stað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -