- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og félagar komnir í undanúrslit Meistaradeildar

Felix Claar t.v. var markahæstur hjá Aalborg í kvöld þegar liðið komst í undanúrslit Meistaradeildar í fyrsta sinn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Aalborg hafði betur í tveimur leikjum gegn þýska liðinu Flensburg, samtals 55:54, eftir tap í kvöld, 33:29 í Flensburg.


Aalborg hefur aldrei komist í undanúrslit keppninnar í sögunni og er 16 liðið til að komast í undanúrslit síðan úrslitahelgin var tekin upp 2010. Aalborg er um einnig annað danska liðið til þess að komast svo langt. Eina liðið fram til þessa var AG Köbenhavn vorið 2012 en Arnór var einn fjögurra íslenskra leikmanna liðsins á þeim tíma.

Johannes Golla og Magnus Röd skoruðu níu mörk hvort fyrir Flensburg. Alexander Petersson skoraði ekki að þessu sinni. Eins og í fyrri leik Aalborg og Flensburg þá stóð Felix Claar vaktinu af kappi. Hann skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar í liði Aalborg. Magnús Saugstrup var næstur með fimm mörk af línunni.


Þar með er ljóst að ekkert þýskt lið verður í tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í karlaflokki 12. og 13. júní í Köln. Ríkjandi Evrópumeistarar Kiel féllu úr keppni í dag eftir sex marka tap fyrir PSG, 34:28, og samanlagt 63:59, í tveimur leikjum. Um leið er ljóst að enn eitt árið þá nær lið ekki að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð. Það hefur ekki ekki gerst síðan keppnisfyrirkomulaginu var breytt 2010.

Leikmenn PSG fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildar eftir sigur á Kiel í kvöld. Mynd/EPA


Elohim Prandi skoraði níu mörk fyrir PSG og var markahæstur. Nedim Remili var næstur með sjö mörk. Niclas Ekberg og Sander Sagosen skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel.


Síðast var ekki þýskt lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2019.


Á morgun verða síðustu leikir átta liða úrslita Meistaradeildar þegar Barcelona tekur á móti Meshkov Brest og Veszprém mætir Nancy.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -