- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og liðsmenn hans áfram á meðal þeirra bestu

Arnór Atlason þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Atlason og lærisveinar hans í TTH Holstebro leika áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Holstebro-liðið vann Skive öðru sinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni í gærkvöld, 34:28. Að þessu sinni var leikið í Skive, sem er ekki langt frá Holstebro á norðurhluta Jótlands.

Arnór og liðsmenn hans unnu einnig heimaleikinn, fyrr í vikunni, 29:24.

Skive vann Midtjylland umspilskeppni næst efstu deildar og öðlaðist þar með réttinn til þess að skora á Holstebro sem rak lestina í umspili neðstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar. Þetta er annað árið í röð sem TTH Holstebro bjargar sér fyrir horn í umspili en liðið hefur mátt muna sinn fífil fegri síðustu árin.

Grindsted GIF vann 1. deildina og tekur sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili í stað Lemvig sem féll beint úr úrvalsdeildinni.

Arnór tók við þjálfun TTH Holstebro fyrir ári en hefur ekki átt hægt um vik við að stokka upp í leikmannahópnum vegna þess að margir leikmenn voru með langtímasamning þegar hann tók við.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -