- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Snær atkvæðamikill í sigurleik á Lemgo

Arnór Snær Óskarsson ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni þjálfara Gummersbach. Mynd/Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach vann sinn þriðja leik í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Lemgo-Lippe, 26:23, á heimavelli Lemgo. Arnór Snær Óskarsson lék sinn annan leik með Gummersbach og skoraði fjögur mörk. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar.

Gummersbach var með undirtökin í leiknum í PHOENIX CONTACT Arena, heimavelli Lemgo, í kvöld. Forskotið var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleik, 15:11.

Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster var markahæstur með sjö mörk auk fjögurra stoðsendinga. Jan Brosch skoraði fimm sinnum fyrir Lemgo og var markahæstur.

Gummersbach fór upp í sjötta sæti með sigrinum í kvöld. Liðið hefur 24 stig að loknum 22 leikjum. Hannover-Burgdorf er næst á eftir með 23 stig eftir 21 leik.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -