- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór og samherjar komnir í sóttkví

Arnór Þór Gunnarsson leikmaður Bergsicher HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði íslenska handknattleikslandsliðsins, og samherjar hans í þýska 1. deildarliðinu Bergischer HC, eru komnir í sóttkví. Tvær jákvæðar niðurstöður komu úr skimun hjá leikmönnum í gær og lá niðurstaða fyrir í dag.


Eftir því sem greint er frá í handball-world þá eru leikmenn liðsins farnir í sóttkví til 8. apríl.


Kórónuveiran hefur stungið sér niður í herbúðir margra handknattleiksliða í Þýskalandi á leiktíðinni. Fram til þess að hafa liðsmenn Bergischer HC sloppið.


Bergischer HC situr í sjötta sæti 1. deildar. Næsti leikur liðsins er ráðgerður 15. apríl gegn Kiel. Þremur dögum síðan tekur við leikur við Flensburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -