- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron atkvæðamikill – Aalborg vann meistarakeppnina

Aron Pálmarsson, leikamaður Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson lék afar vel fyrir dönsku bikarmeistarana í Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið vann meistara GOG, 36:31, í meistarakeppninni í danska handknattleiknum. Viðureignin markar upphaf keppnistímabilsins en keppni hefst í úrvalsdeildinni um mánaðarmótin. Aalborg Håndbold hefur hér með unnið meistarakeppnina fjögur ár í röð.


Aron skoraði sex mörk í tíu skotum og átti fimm stoðsendingar, þar af fjórar í fyrri hálfleik. Aron var markahæstur í liðinu ásamt Buster Jull sem gerði sér lítið og fyrir brást ekki bogalistin. Aron fékk hæstu einkunn leikmanna Aalborg.
Aalborg var marki yfir í hálfleik, 17:16.


Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.

Mørk fór á kostum

Í meistarakeppni kvenna vann Esbjerg stórsigur á meisturum Odense Håndbold, 36:25. Norska landsliðskonan Nora Mørk átti stórleik í sínum fyrsta opinbera kappleik með Esbjerg.

Mørk skoraði níu mörk og gaf átta stoðsendingar. Kaja Nielsen var næst með átta mörk í átta skotum. Dione Househeer skoraði átta mörk fyrir meistaraliðið frá Óðinsvéum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -