- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron, Bjarki Már og Þorsteinn Leó valdir í leikina við Eistlendinga

Þorsteinn Leó Gunnarsson stórskytta Aftureldingar og landsliðsmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið 18 leikmenn sem eiga að taka þátt í leikjunum tveimur við Eistlendinga í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Leikir verða 8. maí hér á landi og þremur dögum síðar í Tallinn. Heimaleikurinn miðvikudaginn 8. maí fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 19.30.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Þorsteinn Leó Gunnarsson koma inn í hópinn frá vináttuleikjunum tveimur við Grikki í Aþenu í síðasta mánuði.

Úr Grikklandshópnum falla Andri Már Rúnarsson, Arnór Snær Óskarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Stiven Tobar Valencia.

Viktor Gísli Hallgrímsson er frá keppni vegna meiðsla eins og síðast. Ágúst Elí Björgvinsson á þess vegna að standa vaktina í markinu ásamt Björgvin Páli Gústavssyni. Viktor Gísli er á leiðinni í aðgerð, eftir því sem Snorri Steinn sagði á blaðamannafundi í dag.

Hópurinn sem Snorri Steinn hefur valið og tilkynnti á blaðamannafundi fyrir nokkrum mínútum er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (50/2).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (269/22).
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (114/393).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (12/16).
Aron Pálmarsson, FH (177/674).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (3/1).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (59/129).
Haukur Þrastarsson, Indurstria Kielce (33/47).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (82/132).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (84/286).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (55/155).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (38/113).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (74/212).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (96/100).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (10/3).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (48/101).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (88/36).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -