- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron er á leiðinni til Barein

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein stýrir sínum mönnum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, heldur af landi brott í dag áleiðis til Barein þar sem hann fer að búa landslið Bareina undir þátttöku í Asíukeppninni sem fram fer eftir miðjan janúar. Aron mun af þessum sökum ekki stýra Haukum í síðasta leik þess í Olísdeildinni fyrir jólin, gegn Aftureldingu á Ásvöllum á föstudaginn eftir viku.


Aron sagði í samtali við handbolta.is að auk æfinga með landsliði Barein þá standi fyrir dyrum þátttaka í æfingamóti í Sádi Arabíu fyrir jól til viðbótar við vináttulandsleiki á móti í Ungverjalandi í byrjun janúar.


Aron kemur heim til Íslands í jólafrí 22. desember og reiknar með að fara aftur út til Barein öðrum hvorum megin við áramót.

Asíukeppnin í handknattleik karla fer fram í Dammam í Sádi Arabíu frá 18. til 31. janúar. Um er að ræða undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Svíþjóð og Póllandi í janúar 2023. Fimm efstu liðin í Asíukeppninni í janúar tryggja sér farseðilinn á HM.


Landslið Barein verður í riðli með landsliðum Hong Kong, Usbekistan, Víetnam og Japans sem verður að vanda undir stjórn Dags Sigurðssonar.


Landslið Barein náði athyglisverðum árangri undir stjórn Arons á Ólympíuleikunum í sumar. Komst liðið í átta liða úrslit en þetta var í fyrsta sinn sem Bareinar vinna sér inn þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleika.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -